Færsluflokkur: Dægurmál

Gamall og fullur !

Ég var að velta því fyrir mér um daginn þegar ég sat í bílnum mínum og beið eftir að maðurinn fyrir framan mig myndi endanlega gefa upp öndina, hvort maður sjálfur væri bara eitthvað óþolinmóður eða að gamalt fólk væri einfaldlega til trafala í umferðinni. Þarna ferðuðumst við félagarnir á um 30km hraða og voðalega lítð um að vera fyrir framan karl angann. Við vorum vissulega mjög öruggir báðir tveir á þessari stundu en það er önnur saga. Hann var að sjálfsögðu á stífbónuðum Jeppling með hanskana á lofti og kastskeytið á sínum stað. Ég fór að hugsa um hvort að hann væri að fara eitthvert sérstakt, afhverju hann væri í leðurhönskum eða hvort hann væri bara á rúntinum. Allaveganna var karlinn ekkert að flýta sér neitt sérstaklega.  

En ég rifja þetta upp því í fyrrakvöld sá ég þennann snilldar þátt hjá henni Steinunni í Kastljósinu. Þar fékk hún ungan mann í smá próf til sín, hellti hann blindfullann og lét hann svo keyra um í hermi sem var forritaður fyrir að vera staðsettur austur á héraði. Mér fannst þetta mjög skemmtilegt en jafnframt áhugavert og í raun hið mesta þarfaþing. Þetta er að mér finnst mun áhrifaríkara en gleraugun góðu sem áttu að láta fólki líða eins og það væri drukkið en í raun létu fólk finnast það vera með einhvern augnsjúkdóm.

En þá datt mér í hug, því ekki að fá svona frekar aldraða manneskju til að prófa þetta ljómandi fína tæki? Ég veit að þetta er mál sem er viðkvæmt og margir vilja ekki ræða en því ekki ! Það væri gaman að mæla viðbrögðin hjá vinkonu ömmu minnar sem keyrir um götur borgarinnar komin hátt á tíræðis aldrurinn !!

Það mætti segja mér að hann Andri í kastljósinu þyrfti ekki að skammast sín fyrir viðbrögð sín í samanburði við hana !!

 


Þvottakarlinn !

Ég ákvað að létta heimilisstörfin aðeins fyrir jól og fór með fínu Boss skyrtuna mína til þvottakarls eins er rekur Borgarefnalaugina í Borgartúni. Ég sagði við hann að mér lægi frekar mikið á þessu og þar af leiðandi fékk ég ekki fína "skyrtutilboðið" sem ég hafði séð auglýst heldur þurfti ég að borga fullt verð fyrir. Mér fannst það svosem í góðu lagi því ég var jú með sérþarfir og allt það.

 En svo komst ég ekki að sækja skyrtuna fínu fyrir jólin þar sem ég var svo svakalega "busy" en um leið og hátíðirnar voru afstaðnar þá arka ég, með bláa miðann minn í hendi, að sækja skyrtuna fínu. En þá kárnaði nú aldeilis gamanað. Skyrtan, var mér sagt, hafði verið sótt og voðalega lítið meir um það að segja. Nú varð ég frekar hissa og fór að efast um eigið ágæti og hefði sótt skyrtuna fyrir jólin. Nei ég var nokkuð viss um það þar sem ég hafði verið erlendis yfir jól og áramót.

En skyrtan var farinn þrátt fyrir að ég væri með miðann minn í hendi. Mér var sagt að kerfið væri "pottþétt" og skyrtan hefði verið sótt og hvort ég væri nú ekki viss um að einhver hefði bara sótt hana fyrir mig, já hvort að vinur minn eða eitthvað hefði nú ekki bara sótt hana !!!!!!!! Hallóóó

Fyrir það fyrsta þá er ég ekkert að tjá vinum mínum um mínar þvottaþarfir og hvort ég fari með eitthvað til þvottakarls eður ei. Konan mín var í raun eini hugsanlegi sökudólgurinn en hún hefur hingað til sem áður látið mann sækja síns eigins þvott !!

 En aftur að þvottakarlinum flínka. Er ég spurði hann hvort maður þyrfti nú ekki að hafa miðann til að sækja fötin blessuð þá sagði hann mér að nýja kerfið sitt væri svo "pottþétt" að maður þyrfti ekkert miða, bara símanr !! Til hvers í andskotanum er þessi miði þá? Til skrauts?

Já þessum samskiptum okkar lauk semsagt þannig að mér var sagt að ég væri nú bara sérlega óheppinn og þetta væri í raun bara mitt vandamál !!!! Alls ekki hans, nei auðvitað ekki. ÉG kem bara með fötin mín til hans og svo er það mitt happadrætti hvort ég fái þau til baka, hvað annað !!!!

 Inn í þessa svokallaða fatahreinsun mun ég aldrei stíga fæti aftur og vona ég svo innilega að þig sem lesið þetta hér að ofan hugsið ykkur tvisvar um áður en þið farið með fötin ykkar þarna inn, þeas ef þið viljið örugglega fá þau aftur !

 Lifið heil

 


Þjónusta !

Mikið pirrar þetta mig að fólk skuli kvarta yfir því að útlendingar séru farnir að sinna hinum og þessum störfum. Það er bara gjörsamlega óþolandi að hlusta á miðaldra kerlingar kvarta yfir því að strætóbílstjórinn skilji þær ekki ! Hvað liggur þeim svona óskaplega á hjarta að þær þurfa að ræða sín mál við bílstjórann? Eins og þær viti ekki upp á hár hvar vagninn er, hvert hann sé að fara, hvaðan hann var að koma ! Þær vita þetta allt sennilega miklu betur en bílstjórinn !!

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband