Þvottakarlinn !

Ég ákvað að létta heimilisstörfin aðeins fyrir jól og fór með fínu Boss skyrtuna mína til þvottakarls eins er rekur Borgarefnalaugina í Borgartúni. Ég sagði við hann að mér lægi frekar mikið á þessu og þar af leiðandi fékk ég ekki fína "skyrtutilboðið" sem ég hafði séð auglýst heldur þurfti ég að borga fullt verð fyrir. Mér fannst það svosem í góðu lagi því ég var jú með sérþarfir og allt það.

 En svo komst ég ekki að sækja skyrtuna fínu fyrir jólin þar sem ég var svo svakalega "busy" en um leið og hátíðirnar voru afstaðnar þá arka ég, með bláa miðann minn í hendi, að sækja skyrtuna fínu. En þá kárnaði nú aldeilis gamanað. Skyrtan, var mér sagt, hafði verið sótt og voðalega lítið meir um það að segja. Nú varð ég frekar hissa og fór að efast um eigið ágæti og hefði sótt skyrtuna fyrir jólin. Nei ég var nokkuð viss um það þar sem ég hafði verið erlendis yfir jól og áramót.

En skyrtan var farinn þrátt fyrir að ég væri með miðann minn í hendi. Mér var sagt að kerfið væri "pottþétt" og skyrtan hefði verið sótt og hvort ég væri nú ekki viss um að einhver hefði bara sótt hana fyrir mig, já hvort að vinur minn eða eitthvað hefði nú ekki bara sótt hana !!!!!!!! Hallóóó

Fyrir það fyrsta þá er ég ekkert að tjá vinum mínum um mínar þvottaþarfir og hvort ég fari með eitthvað til þvottakarls eður ei. Konan mín var í raun eini hugsanlegi sökudólgurinn en hún hefur hingað til sem áður látið mann sækja síns eigins þvott !!

 En aftur að þvottakarlinum flínka. Er ég spurði hann hvort maður þyrfti nú ekki að hafa miðann til að sækja fötin blessuð þá sagði hann mér að nýja kerfið sitt væri svo "pottþétt" að maður þyrfti ekkert miða, bara símanr !! Til hvers í andskotanum er þessi miði þá? Til skrauts?

Já þessum samskiptum okkar lauk semsagt þannig að mér var sagt að ég væri nú bara sérlega óheppinn og þetta væri í raun bara mitt vandamál !!!! Alls ekki hans, nei auðvitað ekki. ÉG kem bara með fötin mín til hans og svo er það mitt happadrætti hvort ég fái þau til baka, hvað annað !!!!

 Inn í þessa svokallaða fatahreinsun mun ég aldrei stíga fæti aftur og vona ég svo innilega að þig sem lesið þetta hér að ofan hugsið ykkur tvisvar um áður en þið farið með fötin ykkar þarna inn, þeas ef þið viljið örugglega fá þau aftur !

 Lifið heil

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband