15.2.2007 | 10:53
Gamall og fullur !
Ég var að velta því fyrir mér um daginn þegar ég sat í bílnum mínum og beið eftir að maðurinn fyrir framan mig myndi endanlega gefa upp öndina, hvort maður sjálfur væri bara eitthvað óþolinmóður eða að gamalt fólk væri einfaldlega til trafala í umferðinni. Þarna ferðuðumst við félagarnir á um 30km hraða og voðalega lítð um að vera fyrir framan karl angann. Við vorum vissulega mjög öruggir báðir tveir á þessari stundu en það er önnur saga. Hann var að sjálfsögðu á stífbónuðum Jeppling með hanskana á lofti og kastskeytið á sínum stað. Ég fór að hugsa um hvort að hann væri að fara eitthvert sérstakt, afhverju hann væri í leðurhönskum eða hvort hann væri bara á rúntinum. Allaveganna var karlinn ekkert að flýta sér neitt sérstaklega.
En ég rifja þetta upp því í fyrrakvöld sá ég þennann snilldar þátt hjá henni Steinunni í Kastljósinu. Þar fékk hún ungan mann í smá próf til sín, hellti hann blindfullann og lét hann svo keyra um í hermi sem var forritaður fyrir að vera staðsettur austur á héraði. Mér fannst þetta mjög skemmtilegt en jafnframt áhugavert og í raun hið mesta þarfaþing. Þetta er að mér finnst mun áhrifaríkara en gleraugun góðu sem áttu að láta fólki líða eins og það væri drukkið en í raun létu fólk finnast það vera með einhvern augnsjúkdóm.
En þá datt mér í hug, því ekki að fá svona frekar aldraða manneskju til að prófa þetta ljómandi fína tæki? Ég veit að þetta er mál sem er viðkvæmt og margir vilja ekki ræða en því ekki ! Það væri gaman að mæla viðbrögðin hjá vinkonu ömmu minnar sem keyrir um götur borgarinnar komin hátt á tíræðis aldrurinn !!
Það mætti segja mér að hann Andri í kastljósinu þyrfti ekki að skammast sín fyrir viðbrögð sín í samanburði við hana !!
Athugasemdir
Ertu viss um að kallanginn hafi ekki bara haldið sig við löglegan hraða? Því það getur nægt til að pirra stressaða frekjugaura sem kunna ekki að slappa af og eru alltaf að flýta sér!
Greta Björg Úlfsdóttir, 15.2.2007 kl. 11:01
Alveg er ég sammála þér þarna. Fólk fær ökuskírteini sem gildir út ævina, svona eins og æviráðning kennara sama hversu vesælir sumir eru.
Kona (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 11:05
Gamlingjar kæmu örugglega vel út úr þessu tæki. Það er varla hægt að gera stór skandal, þegar maður ekur um á gönguhraða...
Hitt er annað mál hvað þeir sem stressast og pirrast upp af þeirra völdum gera.
Jón Steinar Ragnarsson, 15.2.2007 kl. 13:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.